Tinna

Tinna er 30 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á hannyrðavörum og útgáfustarfsemi, Tinna gefur út prjónablöðin Ýr og Tinnu sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin. Hjá Tinnu starfa 6 starfsmenn sem leggja áherslu á að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og metnað í að uppfylla þjónustuþarfir viðskiptavina sinna hverju sinni. Vörubæklingur Nýr vörubæklingur Tinnu endurspeglar það vöruúrval sem Tinna býður upp á veturinn 2010-2011, mikið úrval af garni, prjónum og smávörum, nýjar vörur eru sérmerktar í vörubæklingnum og bendum við sérstaklega á hágæða garn úr Silki/Mohair og Kashmir/Alpakka ásamt ullarnærfötum fyrir börn og fullorðna og VEGA vörur frá toppi til táar, allt fyrir mannslíkaman. Markmið Tinnu er að veita bestu þjónustu með hágæðavörur á hverjum tíma og afhendingaröryggi. Útgáfa vörubæklingsins er til að einfalda viðskiptavinum að panta inn vörur og upplýsingar um það vöruframboð sem er í boði hjá Tinnu fyrir veturinn.

Pantanir

Hægt er að senda pantanir í gegnum heimasíðu Tinnu ehf, www.tinna.is, á netfang tinna@tinna.is, með myndbréfi í 565 4611 og eða í síma 565 4610. Pöntunarform fylgja bæklingnum fyrir þá endursöluaðila sem óska eftir því að senda pantanir með myndbréfi. Allar pantanir eru teknar saman samdægurs og dreift innan höfuborgarsvæðisins daglega af starfsmönnum Tinnu, allar sendingar á landsbyggðina eru sendar daglega með Póstinum eða Landflutningum samkvæmt ósk viðskiptavina.

Þjónustuviðmið

Þjónustuviðmið Tinnu er að viðskiptavinir fá vörur afhentar daglega og allar pantanir sem berast fyrir kl.14.00 berist til viðskiptavina að morgni næsta dags. Með því tryggir Tinna að allir viðskiptavinir geti fengið vöruna afhenda innan 24 klst. hvert á land sem er og þannig tryggt betri þjónustu við viðskiptavini. Jafnframt leggur Tinna áherslu á að eiga allar vörur á lager til að tryggja hámarks afhendingaröryggi, í þeim tilvikum sem vörur eru ekki til þá mun Tinna halda utan um þær biðpantanir og senda viðskiptavinum um leið og þær berast frá erlendum birgjum. Við viljum minna á ókeypis Prjónaklúbb Tinnu sem nú telur um 12.000 meðlimi og nýja Facebook síðu. Tinna óskar viðskiptavinum gæfu og góðs gengis á komandi vetri og von um góð og árangursrík viðskipti.

Starfsfólk Tinnu